Um Okkur

Lumex hefur frá árinu 1985 starfrækt verslun og teiknistofu þar sem helstu áherslur hafa verið að veita einstaklingum sem og fyrirtækjum ráðgjöf við val og notkun á ljósum.

Lumex sérhæfir sig í lýsingar- og raflagnahönnun í samráði við arkitekta og verkkaupa. Fyrirtækið hefur alltaf sérhæft sig í því að vera mitt á milli verkfræðingsins og arkitektsins. Lumex hefur þannig verið leiðandi í hönnun lýsingar fyrir stærri verk, eins og fyrir hótel og opinberar byggingar. Ennfremur leggur fyrirtækið mikinn metnað í persónulega þjónustu við hönnun og gerð lýsingar vegna smærri verka eins og til dæmis fyrir heimili, verslanir og veitingastaði. Lumex hefur frá upphafi verið í fararbroddi með ljós sem sameina gæði og hönnun. Í verslun okkar í Skipholti 37 er að finna mikið úrval ljósa. Þar á meðal eru mörg þekkt gæðamerki sem hafa lengi verið leiðandi á sviði tækni- og skrautlýsingar, svo sem Flos, Foscarini, Tom Dixon, Luceplan og Wever&Ducré.

Ásamt lýsingu hefur Lumex það einnig að augnamiði að aðstoða viðskiptavini við val á húsgögnum og aukahlutum fyrir heimili. Fyrirtækið hefur í áraraðir selt vandaðar vörur frá hollenska gæðamerkinu Moooi, ásamt því að auka við vöruúrval húsgagna og aukahluta frá bresku hönnunarstjörnunni Tom Dixon.

„Ef þú setur upp lýsingu í verslun sem á að duga í 10 til 20 ár þá þarf að standa vel að verki og nota vandaðar vörur, það sama gildir um heimili en sama fólkið hefur leitað til Lumex í gegnum áratugina í hvert skipti sem það flytur. Eru mörg dæmi um að fjölskyldur hafi fengið lýsingarráðgjöf og ljós hjá Lumex þegar þær kaupa fyrstu íbúðina sína, þegar fólk stækkar við sig og jafnvel í þriðja sinn þegar það minnkar við sig aftur. „Þessir kúnnar geta oft nýtt vörurnar sem þeir keyptu upphaflega áfram, annaðhvort með því að taka ljósin með sér og setja upp á nýjum stað eða selja þau með íbúðinni þar sem lýsingin passar fullkomlega í rýmið sem hún var sett upphaflega í.“

drengir

Starfsfólk

Ingi Már Helgason

Framkvæmdarstjóri

ingi@lumex.is

Hjörtur Mattías Skúlason

Jón Kristinn Helgason

Verslun/Teiknistofa

jon@lumex.is

Helgi Kristinn Eiríksson

Raflagna- og lýsingarhönnuður

helgi@lumex.is

Katrín Gunnarsdóttir

Innheimta

kata@lumex.is

Egill Birgisson

Verslun

egill@lumex.is

Eiríkur Gunnar Helgason

Sigrún Anný Jónasdóttir

Bókhald

anny@lumex.is

Sölvi Breiðfjörð

Lagerstjóri

solvi@lumex.is

Hafðu Samband

Opnunartími

Alla virka daga frá 9-18

Opið um helgar frá 11-15 í nóv og des

Lumex ehf

Skipholt 37

+354-568-8388