arrow-up

Flos hefur á undanförnum 50 árum skapað sér sess meðal virtustu ljósaframleiðenda heims. Framleiðsla Flos byggir á því að tvinna saman list og hönnun – handverk og iðnað. Hjá Flos má finna klassísk verk eftir snillinga fortíðarinnar í bland við upprennandi hönnuði samtímans. Meðal hönnunar sem Flos hefur á sínum snærum er hinn einstaki Arco frá 1962 eftir Castiglioni bræður og Table Gun frá 2005 eftir Phillip Stark. Meðal annarra hönnuða sem starfa fyrir Flos eru Marcel Wanders, Patricia Urquiola og Mark Newson. Flos framleiðir hvort tveggja hönnunarljós og tæknilega lýsingu sem nýtist hvar sem þörf er á ljósgjafa og stemmningu – hvort sem um er að ræða heimili, hótel, veitingastaði eða skrifstofur.

Nánar

Breska hönnunarmerkið Tom Dixon var stofnsett árið 2002. Markmið þess eru að stuðla að nýsköpun og endurlífga breska húsgagnaiðnaðinn. Vörurnar frá Tom Dixon eru innblásnar af einstakri menningararflleið þjóðarinnar. Þetta merki einkennist af sérstökum hlutum ætluðum til notkunar í hversdeginum. Hönnun Tom Dixon prýðir hótel og veitingastaði, opinberar byggingar, skrifstofur og heimili. Húsgögn, lýsing eða smávara, hvað sem kann að lífga upp á andrúmsloftið – það finnur þú hjá Tom Dixon.

Nánar

Belgía er hvað þekktust fyrir vöfflur en á undanförnum árum hefur landið haslað sér völl á sviði ljósahönnunar og er nú orðið þekkt fyrir merki sem standa framarlega í hágæða ljósgjöfum. Wever&Ducré er eitt af þeim merkjum og henta vörurnar þaðan sérstaklega vel þar sem tæknilegrar lýsingar er þörf. Wever&Ducré sérhæfir sig í nýjustu tækni á sviði LED lýsingar og leggur höfuðáherslu á orkusparnað. Ef þú ert að leita að innfelldum ljósum eða kösturum, þá er Wever&Ducré merki sem stendur fyrir sínu.

Nánar

Moooi var stofnað árið 2001 af hinum víðfrægu hönnuðum Marcel Wanders og Casper Visser. Hönnun MOOOI einkennist af klassískri antík í bland við ferskleika nútímans. Einstök og tímalaus blanda af lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum sem skapa sérstaka stemningu á heimilum, hótelum eða veitingastöðum.

Nánar

Luceplan var stofnað árið 1978 af þremur arkitektum sem höfðu það að leiðarljósi að skapa og framleiða úti- og innilýsingu, ásamt því að auka lífsgæði. Orkusparnaður er því í forgangi – ekki einungis í hönnun ljósgjafana – heldur er litið til orkusparnaðar í öllu framleiðsluferlinu og lífsferill vörunnar hafður í huga. Luceplan lítur svo á að ef hönnunarvara á að endast þá þurfi hún bæði að vera falleg og gallalaus hvað varðar tæknilegan hluta hennar. Þessi glæsilegu ljós henta vel heimilum en hafa einnig mikið verið notuð á hótelum og veitingastöðum. Skrifborðslamparnir frá Luceplan henta mjög vel við skrifstofulýsingu.

Nánar

Foscarini var stofnað árið 1981 og er nú orðið einn af þekktustu ljósaframleiðendum heims. Tilfinningar og nýsköpun skipa lykilhlutverk í hönnun frá Foscarini. Dýnamík, uppfinningasemi og skapandi hugsun eru einkunnarorð framleiðandans, sem unnið hefur til margra verðlauna, m.a. Gyllta áttavitann fræga (Compasso d´Oro). Það var lampinn Mite and Tite eftir Mark Sadler sem fékk Gyllta áttavitann en framleiðslan á þeim lampa opnaði nýjar lendur á sviði hráefna og framleiðslutækni. Hvort sem þú ert að leita að lýsingu fyrir heimili, hótel, veitingastað eða opinbera byggingu – þá hefur Foscarini fjöldan allan af lausnum sem vert er að skoða.

Nánar

Árið 2009 leiddu Foscarini og tískuvörumerkið Diesel saman hesta sína undir nafninu „Successful Living“. Úr því samstarfi varð til vörulína sem einkennist af rokkaðri iðnhönnun með listrænu ívafi. Í vörulínunni „Succesful Living“ eru yfir 40 ljós, af ýmsum stærðum og gerðum, hvert og eitt með sinn eiginn karakter. Ljósin hafa verið notuð í opinberum byggingum og á heimilum, sem og á hótelum og veitingastöðum. Samstarfið gaf Foscarini tækifæri á að ná til nýrrar kynslóðar – því hönnun Diesel höfðar til unga fólksins.

Nánar