Product information
1 of 1

Ráðgjöf

Ráðgjöf

Lumex

Þegar þú bókar tíma í ráðgjöf hjá sérfræðingum Lumex færðu sérsniðna lausn fyrir þínar þarfir. Við metum rýmið, skoðum þínar óskir og notkun á rými til að mæla með bestu lýsingarlausnunum – hvort sem um er að ræða heimili, skrifstofu eða stærri verkefni. Bókaðu tíma og lýstu upp rýmið þitt á sem bestan hátt!

Lumex tekur að sér lýsingaráðgjöf fyrir einstaklinga sem og fyrirtæki. Við hjá Lumex tvinnum saman praktíska og fagurfræðilega þáttinn
Verð um 60.000kr / 100m2

Verk felur í sér ráðleggingar varðandi lýsingu, tillögu að ljósum, lampakynningu og tilboðsgerð í verk þar sem dósastaðsetning liggur fyrir. Lumex veitir faglega þjónustu varðandi frágang ljósa og uppsetningu.

Innifalið í verði er eftirfarandi

  1. Grunnundur Yfirferð á verki

  2. Lampaplan

  3. Ljósakynning

  4. Tilboð

  5. Fundur Yfirferð

  6. Uppfært Lampaplan Ljósakynning - Tilboð

Í byrjun er farið yfir verkið með eiganda og/eða hönnuði þar sem farið er yfir forsendur og þær hugmyndir sem komnar eru. Eftir fundinn er ljósaplan skissað upp og lampaval sett fram í ljósakynningu til betri útskýringu á útliti og virkni ljósa. Því næst er tilboði stillt upp í ljósin sem eru á kynningu. Gott er að koma því á framfæri að oft eigum við svipuð ljós í öðrum verðflokkum ef fólk er með ákveðið budget.

Grunn lýsingarhönnun kostar minnst 60.000kr*
Meðal stór verkefni hönnun kostar 80.000kr
*
Ráðgjöf á verkstað kostar 24.500kr
Önnur stærri verk. grunngjald kr.100þ innifalið 8 tímar, haldin er nákvæm tímavinnu skýrsla yfir verkið.
*Athugið að allar breytingar eru háðar tímagjaldi

Ef kaupandi fer fram á fleiri fundi eða eitthverja aðra viðbótarþjónustu er farið eftir eftirfarandi töflu

Raflagnahönnun

LX Teiknistofa tekur að sér raflagna- og lýsingarhönnun. Senda þarf tölvupóst á helgi@lumex.is til að fá tilboð í raflagnahönnun.


Designer:

View full details

More about the product

Material

Sizes

More content

Floss

In the past 50 years, Flos has created a place for itself among the world's most prestigious lighting manufacturers. Flos' production is based on the interweaving of art and design - craftsmanship and industry. At Flos you can find classic works by the geniuses of the past mixed with up-and-coming contemporary designers.

Lumex undertakes lighting consultancy as well as designing lighting for larger projects.