Um Lumex
Lumex er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt síðan 1985.
Sérhæfing Lumex felst í lýsingarhönnun og lausnum á hvers kyns lýsingu, hvort sem um er að ræða innahúss eða utanhúss. Lumex býður viðskipavinum sínum upp á ráðgjöf við val og notkun á ljósum, en starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli þekkingu á lýsingarfræðum.
Lumex lítur svo á að hönnun lýsingar geti skipt sköpum fyrir andrúmsloft og stíl, hvort sem um er að ræða heimili, vinnustað eða opinbera stofnun. Starfsmenn vita að við lýsingarhönnun þarf að taka tillit til annarra innréttinga, lita og gólfefna og því er ekki aðeins um að ræða tæknilega ráðgjöf, heldur einnig fagurfræðilega. Mikið er lagt uppúr því að bjóða fágaða og tímalausa hönnun á ljósum, sem bæði gegna sínu hlutverki og fegra rýmið.
Lumex flytur inn ljós frá þekktustu ljósaframleiðendum heims og vörurnar koma m.a. frá Ítalíu, Hollandi, Danmörku og Belgíu. Starfsmenn Lumex eru aðeins 10 talsins en þekking þeirra er svo umfangsmikil að unnt er að veita stórum verkefnum fyrsta flokks ráðgjöf, sem hefur jafnframt verið veitt út fyrir landsteina. Það má því með sönnu segja að Lumex er smátt fyrirtæki með stóra hugsjón. Jákvæðni og liðlegheit eru einkunnarorð Lumex og eru ávallt höfð að leiðarljósi í samskiptum við viðskiptavini.