• Vörumerkin okkar

  • Við sérhæfum okkur í innflutningi á vönduðum vörum frá traustum erlendum framleiðendum. Markmið okkar er að bjóða eingöngu hágæða lausnir sem sameina framsækna hönnun, nýjustu tækni og áreiðanleika. Vörumerkin okkar eru virt alþjóðlegra, þar á meðal Flos, Foscarini, Tom Dixon og Gubi. Þessir framleiðendur eru þekktir fyrir framúrskarandi gæði, einstaka hönnun og nýsköpun í efnisvali og framleiðsluaðferðum.

Breska hönnunarmerkið Tom Dixon var stofnsett árið 2002. Markmið þess eru að stuðla að nýsköpun og endurlífga breska húsgagnaiðnaðinn. Vörurnar frá Tom Dixon eru innblásnar af einstakri menningararflleið þjóðarinnar. Þetta merki einkennist af sérstökum hlutum ætluðum til notkunar í hversdeginum. Hönnun Tom Dixon prýðir hótel og veitingastaði, opinberar byggingar, skrifstofur og heimili. Húsgögn, lýsing eða smávara, hvað sem kann að lífga upp á andrúmsloftið – það finnur þú hjá Tom Dixon.

Flos hefur á undanförnum 50 árum skapað sér sess meðal virtustu ljósaframleiðenda heims. Framleiðsla Flos byggir á því að tvinna saman list og hönnun – handverk og iðnað. Hjá Flos má finna klassísk verk eftir snillinga fortíðarinnar í bland við upprennandi hönnuði samtímans.

GUBI er alþjóðlegt hönnunarhús sem á rætur sínar að rekja til Danmerkur. Hönnun GUBI skapar tímalausar táknmyndir sem eru á óskalista fagurkera um allan heim. Fegurð fortíðarinnar og spenna nútímans mætast og skapa heildstæða mynd í heim GUBI.

Moooi var stofnað árið 2001 af hinum víðfrægu hönnuðum Marcel Wanders og Casper Visser. Hönnun MOOOI einkennist af klassískri antík í bland við ferskleika nútímans. Einstök og tímalaus blanda af lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum sem skapa sérstaka stemningu á heimilum, hótelum eða veitingastöðum.

Foscarini var stofnað árið 1981 og er nú orðið einn af þekktustu ljósaframleiðendum heims. Tilfinningar og nýsköpun skipa lykilhlutverk í hönnun frá Foscarini. Dýnamík, uppfinningasemi og skapandi hugsun eru einkunnarorð framleiðandans, sem unnið hefur til margra verðlauna, m.a. Gyllta áttavitann fræga (Compasso d´Oro). Það var lampinn Mite and Tite eftir Mark Sadler sem fékk Gyllta áttavitann en framleiðslan á þeim lampa opnaði nýjar lendur á sviði hráefna og framleiðslutækni. Hvort sem þú ert að leita að lýsingu fyrir heimili, hótel, veitingastað eða opinbera byggingu – þá hefur Foscarini fjöldan allan af lausnum sem vert er að skoða.

Nuura var stofnað í Danmörku árið 2017 af Sofie Refer, Nadia Lassen og Peter Østerberg. Innblástur merkisins er norræn náttúra en Nuura er norrænt orð sem þýðir ljós og heiður. Það er markmið Nuura að heiðra ljósið hvort sem er á dimmum vetrardegi eða björtum og löngum sumardegi.

DCW Éditions var stofnað í París árið 2008 af Philippe Cazer og Frédéric Winkler. Vörurnar frá DCW eiga rætur til fortíðar, notkun til nútíðar og sýn til framtíðar. Vörurnar eru hannaðar til að endast og standast tímans tönn.

Astep var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2014 af Alessandro Sarfatti barnabarni Gino Sarfatti. Astep leggur áherslu á hönnun og framleiðslu á hágæða ljósum sem sameinar nýsköpun, fegurð og sjálfbærni.

Luceplan var stofnað í Mílanó árið 1978 af Riccardo Sarfatti, Paolo Rizzatto og Sandra Severi. Luceplan átti í farsælu samstarfi við Gino Sarfatti eins fremsta ljósahönnuðar tuttugustu aldarinnar. Luceplan hefur í gegnum tíðina hannað ljós sín út frá þremur þáttum; reynslu, rannsóknum og nýsköpun. Ending og orkusparnaður er mikilvægur hluti af hönnun Luceplan og að skapa lýsingu fyrir heimili og almenningsrými.

Belgía er hvað þekktust fyrir vöfflur en á undanförnum árum hefur landið haslað sér völl á sviði ljósahönnunar og er nú orðið þekkt fyrir merki sem standa framarlega í hágæða ljósgjöfum. Wever&Ducré er eitt af þeim merkjum og henta vörurnar þaðan sérstaklega vel þar sem tæknilegrar lýsingar er þörf. Wever&Ducré sérhæfir sig í nýjustu tækni á sviði LED lýsingar og leggur höfuðáherslu á orkusparnað. Ef þú ert að leita að innfelldum ljósum eða kösturum, þá er Wever&Ducré merki sem stendur fyrir sínu.

Rubn var stofnað í Svíþjóð árið 2010 af Niclas Hoflin. Öll ljósin eru handsmíðuð í verksmiðju þeirra í Svíþjóð. Rubn leggur áherslur á fagurfræði, endingu, virkni og gæði.

Síðan 1997 hafa stofnendur Astro, þeir John Fearon og James Bassant deilt ástríðu fyrir breskri ljósahönnun og framleiðslu á gæðavörum. Vörurnar frá Astro einkennast af smáatriðum og einfaldleika.

Árið 2018 tók Jorren Teertstra höndum saman við hönnunarfélagið APE Amsterdam og stofnaði með þeim Humble Lights. Með ást á hönnun en andúð á snúrum var markmiðið að búa til fullkomna hleðslulampa sem gefa góða stemmings lýsingu sem hægt er að nota innan- og utandyra.

New Works var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2015 af Nikolaj Meier og Knut Humlevik.
New Works er skapandi hönnunarhús sem sameinar náttúruleg efni, einstaka hönnun og vandaðar vörur.
Áhersla New Works er að virða náttúrulegu eiginleika efnisins sem notað er hverju sinni og framleiða hágæða vörur sem standa tímans tönn.