• Tannlæknastofa

  • Lumex fékk það verkefni að lýsa tannlæknastofu með innanhússarkitektinum Thelmu Björk Friðriksdóttir. Markmiðhönnunarinnar var að skapa notendavænt og afslappandi umhverfi fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Með því að nýta mjúka og náttúrulega lýsingu var skapað jafnt og hlýtt birtuskipulag sem stuðlar að ró og vellíðan. Sérstök áhersla var lögð á að ljósið væri ekki bara praktískt, heldur einnig með áhrif á andrúmsloftið til að bæta upplifun og auka ánægju viðskiptavina.